Tvöfaldaðu tenginguna
Í framsætum G6 finnurðu tvö 50 W þráðlaus hleðslutæki með kælingu! Þannig geturðu hlaðið símana þína hraðar og haldið tengingu við umhverfið, sama hvert ferðinni er heitið.
Sæti sem umlykja þig
Upplifðu fyrsta flokks akstursþægindi með dúnmjúkum sætum G6. Vinnuvistfræðileg hönnun ökumannssætisins býður upp á átta mismunandi rafstillingar og fjórar stuðningsstillingar fyrir mjóbak, þannig að allir ökumenn geta gengið að þægindum vísum. Að auki tryggja stýringar fyrir hita og loftkælingu sem eru innbyggðar í framsætin munað í hverri ferð. Færðu akstursupplifun þína upp á næsta stig með óviðjafnanlegum þægindum og slökun, eingöngu með G6.
Meira en bara ökuferð
Hægt er að leggja framsætin aftur um nánast 180° í flútti við aftursætin og aftursætin er síðan hægt að stilla í 12 mismunandi stöður með 38,4° hámarkshalla. Það er hægt að breyta bílnum á fljótlegan hátt í þægilegt hvíldarrými þar sem þú getur notið þess að hlusta á tónlist eða horfa á kvikmynd á stórum skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.
Óviðjafnanleg hljómgæði með Xopera
Til að auka ánægju þína er G6 búinn hágæða Xopera-hljóðkerfi með 18 hátölurum sem skila samtals 960 vöttum.
Smíðaður á SEPA 2.0-undirvagni okkar
Nýjasta gígasteypingartæknin er notuð til að steypa fram- og afturhluta G6 í ál í heilu lagi, sem stuðlar að mun betri afköstum við rafakstur. Til að auka slitþol og bæta þyngdarstjórnun eru yfir 300 íhlutir sameinaðir í einn. Ásamt því að stuðla að því að bíllinn er léttari, og hefur þar af leiðandi aukna drægni, tryggir þetta aukið öryggi bílsins þar sem vindustífni hans verður allt að 41,600 Nm/gr., sem er 83% meiri vindustífni samanborið við fyrri gerðir.
Rafhlaðan: Óaðskiljanlegur hluti undirvagnsins.
Rafhlaðan er innbyggð í undirvagn bílsins. Þriggja laga árekstrarvörn verndar rafhlöðuna og hliðarstoðin þolir allt að 80 tonna þrýsting. Í ljósi þessa stækkar innanrýmið um 5% á hæðina og akstursupplifun þín verður enn betri.
HRÖÐ HLEÐSLA – EINS OG HÚN Á AÐ VERA
Upplifðu það besta í rafakstri með G6 – brautryðjanda á sviði hraðhleðslu upp í allt að 280 kW! Rafhlaðan hleðst úr 10% upp í 80% á undir 20 mínútum, sem tryggir að þú getir lagt aftur af stað á örskotstundu. Sérsníddu ferðina þína með tveimur rafhlöðukostum: veldu 66 kWh (LFP) rafhlöðu sem býður upp á tilkomumikla 435 km akstursdrægni skv. WLTP-prófun, eða færðu ævintýrin upp á næsta stig með 87,5 kWh (NCM) rafhlöðu sem skilar þér 550 til 570 km drægni. Njóttu óviðjafnanlegrar sparneytni og frelsis með G6.
X-HP3.0-hitastýringarkerfi
Hitastýringarkerfi G6 inniheldur sérsmíðaða varmadælu sem staðalbúnað í öllum bílunum okkar. Kerfið er hannað til að auka sparneytni við akstur, jafnvel þegar kalt er úti. Þú getur notið þægilegs loftslags í innanrýminu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af orkunotkun og drægni, sama hvaða gerð bíls þú velur. Prófanir okkar sýna að hægt er að ná allt að 15% meiri drægni á veturna auk þess sem varmadælan hjálpar til við að hita rafhlöðuna fyrir hraðhleðslu á sama tíma og hún bætir dreifingu hita sem stafar frá rafhlöðunni – sem aftur þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hraðhleðslu eða löngum akstri yfir vetrarmánuðina.
Xmart-stýrikerfi
Raddstýrða aðstoðin „Hey XPENG“
Þráðlausar uppfærslur ⁴
Stýringar XPENG-forritsins
"Umbyltu akstursupplifun þinni með Xmart OS, nýjasta stýri-, upplýsinga- og afþreyingarkerfi XPENG, sem tryggir hnökralaus samskiptum milli þín og G6-bílsins þíns. Fjölbreyttir eiginleikar sem auka þægindi þín ásamt XPILOT ASSIST-akstursaðstoðarkerfi eru þér ávallt innan handar til að bæta akstursupplifun og auka öryggi við akstur. Allt þetta er aðgengilegt á tveimur skjáum: snyrtilega innbyggðum 10,2 tommu skjá sem staðsettur fyrir aftan stýrið og veitir þér fullkomna yfirsýn yfir mikilvægar akstursupplýsingar, og síðan á 14,96 tommu miðlægum skjá þar sem þú getur nálgast alla eiginleika bílsins. Ef þú kýst heldur að stjórna aðgerðum bílsins án þess að nota skjá geturðu alltaf notað raddstýrðu aðstoðina „Hey XPENG“ til að stjórna miðlægum aðgerðum með auðveldum hætti."
Upplifðu nýja og endurbætta raddaðstoð í G6. Aðstoðin „Hey XPENG“ getur skilið, svarað og brugðist við skipunum frá öllum fjórum farþegasvæðum bílsins – jafnvel án nettengingar. Kynntu þér hvernig þú getur til dæmis stjórnað algengustu aðgerðum bílsins á einfaldan hátt, s.s. leiðsögn, rúðum, loftkælingu, afturhlera og farangursrými, með röddinni einni saman.
Þráðlausar uppfærslur (OTA) á hug- og fastbúnaði hjálpa til við að bæta Xmart OS, XPILOT ASSIST og almenna aksturseiginleika með tímanum. Þessar sjálfvirku uppfærslur halda XPENG í toppstandi, allt frá því að bæta eiginleikum við Xmart OS til þess að fínstilla loftkælinguna. Í mörgum tilfellum koma þráðlausar uppfærslur í veg fyrir að þú þurfir að heimsækja næsta verkstæði að óþörfu.
Með XPENG-forritinu geta ökumenn læst og opnað bílana sína, séð stöðu rafhlöðunnar og stjórnað öðrum handhægum aðgerðum.
Hjólhaf | Lengd x Breidd x Hæð (mm) |
---|---|
2890 | 4753 / 1920 / 1650 |
Fjöldi sæta | Hröðun 0-100km |
5 | 6.9 s |
Eigin þyngd (kg) | Drif |
2025 (án dráttarbeislis) / 2048 (með dráttarbeisli) | Afturhjóladrifinn |
Farangursrými | Skjár |
571 / 1374 (með aftursæti niðurfelld) | 14.96" margmiðlunarskjár |
DC hraðhleðslugeta | Farmgeta |
215 kW | 528 kg |
Dráttargeta | |
1,500 kg |