"Umbyltu akstursupplifun þinni með Xmart OS, nýjasta stýri-, upplýsinga- og afþreyingarkerfi XPENG, sem tryggir hnökralaus samskiptum milli þín og G6-bílsins þíns. Fjölbreyttir eiginleikar sem auka þægindi þín ásamt XPILOT-akstursaðstoðarkerfi eru þér ávallt innan handar til að bæta akstursupplifun og auka öryggi við akstur. Allt þetta er aðgengilegt á tveimur skjáum: snyrtilega innbyggðum 10,2 tommu skjá sem staðsettur fyrir aftan stýrið og veitir þér fullkomna yfirsýn yfir mikilvægar akstursupplýsingar, og síðan á 14,96 tommu miðlægum skjá þar sem þú getur nálgast alla eiginleika bílsins. Ef þú kýst heldur að stjórna aðgerðum bílsins án þess að nota skjá geturðu alltaf notað raddstýrðu aðstoðina „Hey XPENG“ til að stjórna miðlægum aðgerðum með auðveldum hætti."
Upplifðu nýja og endurbætta raddaðstoð í G6. Aðstoðin „Hey XPENG“ getur skilið, svarað og brugðist við skipunum frá öllum fjórum farþegasvæðum bílsins – jafnvel án nettengingar. Kynntu þér hvernig þú getur til dæmis stjórnað algengustu aðgerðum bílsins á einfaldan hátt, s.s. leiðsögn, rúðum, loftkælingu, afturhlera og farangursrými, með röddinni einni saman.
Þráðlausar uppfærslur (OTA) á hug- og fastbúnaði hjálpa til við að bæta Xmart OS, XPILOT og almenna aksturseiginleika með tímanum. Þessar sjálfvirku uppfærslur halda XPENG í toppstandi, allt frá því að bæta eiginleikum við Xmart OS til þess að fínstilla loftkælinguna. Í mörgum tilfellum koma þráðlausar uppfærslur í veg fyrir að þú þurfir að heimsækja næsta verkstæði að óþörfu.
Með XPENG-forritinu geta ökumenn læst og opnað bílana sína, séð stöðu rafhlöðunnar og stjórnað öðrum handhægum aðgerðum.